Menntun og fyrri störf.

Ég er menntaður grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1988 og hef starfað víða í gegnum tíðina, s.s. á auglýsingastofu í Reykjavík, prentsmiðjunni Grágás í Keflavík og prentsmiðjunni Odda í Reykjavík.
Stofnaði auglýsingastofuna Grafísk Hönnun.
Var meðeigandi að margmiðlunarfyrirtækinu Gjorby margmiðlun í Keflavík.
Vann hjá Víkurfréttum við hönnun og starfaði um tíma við umbrot og hönnun fyrir Suðurfréttir.
Var sjálfstætt starfandi við grafíska hönnun af og til á milli fyrirtækja.

Hóf störf hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja haustið 2002 og sótti nám í kennsluréttindum við Kennaraháskóla Íslands 2005-6.
Hef starfað sem kennari í Listgreinum, upplýsingatækni og grafískri miðlun við sömu stofnum síðan.

Á síðustu misserum hef ég farið meira í að sjálfmennta mig í gerð einfaldra myndabanda til kennslu, skoðað ýmsa möguleika, m.a. sótt námskeið hjá
3f, Félag um upplýsingatækni og menntun en ég er þar félagi.

Meðfram kennslu hef ég mikið stundað málun, bæði í vatnslitum og olíu, sótt ýmis námskeið og nú síðast hjá Mydlistaskóla Kópavogs.
Einnig haldið námskeið í olíumálun fyrir byrjendur fyrir Félag myndlistamanna í Reykjanesbæ.