Addobe og Affinity myndvinnsla

Með þessari síðu er hugmyndin að vera með kennslumyndbönd fyrir nemendur mína og áhugasama um tvo hugbúnaðarpakka, þann allra vinsælasta í heiminum í dag, Addobe hugbúnaðarpakkinn og Affinity, sem er sambærilegur Addobe, nema mun einfaldari og ódýrari.

Addobe Creative Cloud

Þetta er sá allra vinsælasti hugbúnaðarpakki heimsins og hentar best atvinnufólki í hönnunar- og kvikmyndabransanum og skólastofnunum sem vilja aðeins það besta fyrir starfsmenn og nemendur sína. En kostar sitt. Hægt er að kaupa áskrift af hverjum hugbúnaði fyrir sig og kostar t.d. Photoshop (með Lightroom) 9.99$ (1390 kr miðað við gengið 26.5.2020) á mánuði (ca 120 $ árið eða um 17.000 kr.) en svo er hægt að kaupa áskrift af öllum pakkanum fyrir 53$ á mánuði (7.500 eða 90.000 kr. árið) en flestir kaupa þá áskrift. Kostir og gallar.

Vinsælusti hugbúnaðurinn er eflaust Photoshop, Illustrator, InDesign fyrir alla prenthönnum og myndvinnslu og dugar langflestum í hinum grafíska geira, grafískum hönnuðum og fleirum. Svo eru það kvikmyndagerðamenn sem eru þá frekar í Premiere Pro og After Effects. Vissulega er hægt að fá ágætis afslátt fyrir fyrirtæki og stofnanir (skóla) ef keyptur er leyfi fyrir fleiri, t.d. 20 en það er svona fjöldi leyfa fyrir meðalstóra framhaldskóla. Virkar á macOS og Windows.

Affinity pakkinn

Þetta er magnaður myndvinnslu- og hönnunar pakki sem inniheldur Affinity Designer, Photo og Publisher, sem eru sambærileg Illustrator, Photoshop og InDesign og virkar mjög vel fyrir einyrkja, lítil hönnunarfyrirtæki og skóla enda kostar eitt leyfi til eignar aðeins 50$ stikkið (eins og er þá er verið að bjóða pakkann á 25$ til 20. júni 2020 vegna COVID-19) og einnig hægt að hlaða niður 90 daga prufuáskrift. Virkar á macOS og Windows.

Það sem mér kom mest á óvart var hve einfaldur hugbúnaðurinn er og hægt að gera flesta hluti og í sambærulegu Addobe forritum og hafa þeir hjá Affinity verið mjög duglegir að laga og uppfæra og bæta við ýmsum fítusum. Einn helsti galli í Affinity Designe er Trace möguleikinn, sem er mjög öflugur í Illustrator en vel hægt að komast af án þess. En fyrir þessa þrjá pakka er hægt að fá fyrir aðeins 150$ til eignar og munar um það fyrir fátækt fólk. Ég hef verið að kynna nemendum mínum í Grafískri miðlun Affinity og fannst mörgum þetta vera þrælfín forrit, einföld í notkun, stílhreint Interface og hægt að stilla palettur fyrir þörfum hvers og eins.

Umhverfi í Affinity Design
Myndband um helstu verkfæri í Affinity Designer